Dagný Brynjarsdóttir er að yfirgefa West Ham eftir fjögur og hálft ár hjá félaginu sem hún hefur stutt alla tíð.
Landsliðskonan hefur spilað 87 leiki fyrir West Ham, en hún segir það hafa verið æskudraum sinn að spila fyrir félagið.
Framtíð Dagnýjar hefur verið til umræðu í sumar en nú er ljóst að hún leitar á önnur mið.
Í kveðjumyndbandi sem West Ham birti í dag þakkar Dagný stuðiningsmönnum fyrir allt. Hún á bersýnilega erfitt með að kveðja.
Hér að neðan má sjá þetta.
Four-and-a-half years, 87 appearances and a childhood dream lived in Claret & Blue 🥹
Thank you for everything, Dagný ⚒️❤️
— West Ham United Women (@westhamwomen) August 7, 2025