Jamie Carragher er ekki allt of hrifinn af hegðun hans manna í Liverpool á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Honum finnst ólíkt Liverpool að eyða svo háum fjárhæðum.
Liverpool hefur eytt yfir 250 milljónum punda í leikmenn nú þegar og er talað um að Alexander Isak, framherji Newcastle, gæti komið fyrir allt að 150 milljónir punda.
Isak spilar sömu stöðu og Hugo Ekitike, sem Liverpool keypti frá Frankfurt á dögunum.
„Liverpool hefur eytt svakalega háum fjárhæðum. Þetta er ekki Liverpool-leiðin. Alexander Isak yrðu ótrúleg kaup en ég vil ekki að Liverpool eyði 150 milljónum punda í hann,“ segir Carragher.
„Liverpool var að kaupa annan framherja. Ég veit að það vantar upp á breiddina en það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst eins og það sé ekki sérleg amikið plan. Það getur ekki verið planið að kaupa framherja á 80 milljónir og svo annan á 120.“