Breiðablik er í flottum málum í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir leik við Zrinjski nú í kvöld.
Zrinjski Mostar er lið frá Bosníu en fyrri leikurinn var spilaður erlendis í kvöld.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Tobias Thomsen skoraði eina mark Blika í fyrri hálfleiknum.
Maður að nafni Nemanja Bilbija jafnaði metin fyrir heimamenn í seinni hálfleik en hann skoraði úr vítaspyrnu.
Blikar eru þó í ansi góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem er spilaður hér heima eftir viku.