fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Blöndal rifjaði upp skemmtilegt veðmál sem hann gerði við Egil Einarsson, Gillz, sem sneri að Adnan Januzaj, fyrrum leikmanni Manchester United.

Januzaj lofaði ansi góðu þegar hann var að koma upp í liði United sem unglingur en ferill hans fór aldrei á það flug sem fólk bjóst við. Belginn er í dag á mála hjá Sevilla.

Auðunn hafði gríðarlega trú á Januzaj og gerði veðmál við Egil um að kappinn myndi hljóta Ballon d’Or verðlaunin, sem veittu eru besta leikmanni heims árlega.

„Ég get lofað þér því að það var skárra fyrir þig að borga þetta veðmál heldur en þegar ég þurfti að leggja inn á Egil fyrir 2-3 árum síðan því Adnan Januzaj vann ekki Ballon d’Or,“ sagði Auðunn í Dr. Football á dögunum, en umræðan spratt upp út frá því að hann ræddi veðmál sem hann vann við Gunnar Birgisson.

„Það er versta veðmál sögunnar – og ég hef verið í spilavítum um allan heim,“ sagði Auðunn enn fremur.

Nánar í spilaranum hér neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opna samtalið um Grealish

Opna samtalið um Grealish
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fleiri á förum frá Liverpool

Fleiri á förum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Í gær

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool