Auðunn Blöndal rifjaði upp skemmtilegt veðmál sem hann gerði við Egil Einarsson, Gillz, sem sneri að Adnan Januzaj, fyrrum leikmanni Manchester United.
Januzaj lofaði ansi góðu þegar hann var að koma upp í liði United sem unglingur en ferill hans fór aldrei á það flug sem fólk bjóst við. Belginn er í dag á mála hjá Sevilla.
Auðunn hafði gríðarlega trú á Januzaj og gerði veðmál við Egil um að kappinn myndi hljóta Ballon d’Or verðlaunin, sem veittu eru besta leikmanni heims árlega.
„Ég get lofað þér því að það var skárra fyrir þig að borga þetta veðmál heldur en þegar ég þurfti að leggja inn á Egil fyrir 2-3 árum síðan því Adnan Januzaj vann ekki Ballon d’Or,“ sagði Auðunn í Dr. Football á dögunum, en umræðan spratt upp út frá því að hann ræddi veðmál sem hann vann við Gunnar Birgisson.
„Það er versta veðmál sögunnar – og ég hef verið í spilavítum um allan heim,“ sagði Auðunn enn fremur.
Nánar í spilaranum hér neðar.