RB Leipzig hefur samþykkt tilboð Manchester United í Benjamin Sesko og er slóvenski framherjinn á leið á Old Trafford.
Frá þessu greina áreiðanlegir miðlar, til að mynda Fabrizio Romano og David Ornstein hjá The Athletic.
Sesko valdi í vikunni að ganga í raðir United frekar en Newcastle, sem vildi hann einnig. Hann skrifar undir til fimm ára.
Þá greiðir United allt að 74 milljónir punda fyrir leikmanninn, en hluti þeirrar greiðslu verður borguð síðar.
Sesko, sem er 22 ára gamall, hefur verið eftirsóttur lengi og nú fær hann tækifæri til að láta ljós sitt skína í ensku úrvalsdeildinni.