Það er útlit fyrir að Darwin Nunez sé á leið frá Liverpool til Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Sjálfur á hann þó eftir að gefa græna ljósið.
Liverpool og Al-Hilal hafa náð samkomulagi um kaupverð á Nunez. Miðað við nýjustu fréttir verður það um 46 milljónir punda en getur það hækkað síðar meir, það fer eftir frammistöðu Nunez í Sádí.
Simone Inzaghi, stjóri Al-Hilal, vill ólmur fá Nunez til félagsins og standa viðræður við hann nú yfir.
Al-Hilal er eitt sterkasta lið sádiarabísku deildarinnra og með menn eins og Ruben Neves, Joao Cancelo, Theo Hernandez, Sergej Milinkovic-Savic og Aleksandar Mitrovic innanborðs.
🚨🇸🇦 More on Darwin Nunez and Al Hilal exclusive story. The agreement club to club with Liverpool is 100% done.
Understand initial fee will be €53m plus add-ons to reach to bring package higher.
Talks with Darwin ongoing to get green light on personal terms. ⏳🇺🇾 pic.twitter.com/PrpgX4o5BX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2025