Benjamin Sesko virðist nálgast það að ganga í raðir Manchester United, þrátt fyrir að RB Leipzig hafi samþykkt tilboð Newcastle í kappann.
Þetta kemur fram á The Athletic nú í morgunsárið. Þar segir að Leipzig hafi samþykkt 74 milljóna punda tilboð Newcastle í framherjann. Hann vill þó ganga í raðir United frekar.
Tilboð United var aðeins lægra en félögin eru á fullu í viðræðum um að klára dæmið. Telur United sig hafa tekið gott forskot í baráttunni um Sesko.
Það gæti haft áhrif á fleiri félagaskipti að Newcastle takist ekki að landa Sesko. Félagið er að reyna að finna arftaka Alexander Isak, sem vill ólmur komast til Liverpool.
🚨 Manchester United closing in on deal to sign Benjamin Sesko from RB Leipzig. #RBLeipzig accepted €82.5m + €2.5m bid from Newcastle United but 22yo striker wants #MUFC. No club-to-club agreement yet but talks advancing towards conclusion @TheAthleticFC https://t.co/fhMckcdfRU
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 6, 2025