Raheem Sterling er að öllum líkindum á förum frá Chelsea í sumar. Sennilegt er að hann verði áfram á Englandi.
Hinn þrítugi Sterling hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar undanfarin ár og átti hann mislukkaða lánsdvöl hjá Arsenal frá Chelsea síðasta vetur.
Þessi fyrrum leikmaður Manchester City og Liverpool er því í leit að nýju félagi og segir FourFourTwo að Fulham leiði kapphlaupið.
Talksport segir þó að Crystal Palace hafi einnig áhuga á Sterling og að það sama megi segja um ítalska stórliðið Juventus.
Það er því ljóst að nokkur áhugi er á kantmanninnum þrátt fyrir dapurt gengi undanfarin ár.