Patrick Pedersen, framherji Vals, varð í gær markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Bætti hann þar með met Tryggva Guðmundssonar.
Metið stóð í 131 marki en Patrick skoraði mark númer 132 og 133 gegn ÍA uppi á Skaga í gær. Það dugði því miður ekki til sigurs fyrir Val, en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Hér að neðan má sjá bæði mörk Patricks, sem kom fyrst til Íslands árið 2013, í gær.
View this post on Instagram
Prófaðu að endurhlaða síðunni ef færslan birtist ekki