Topplið Vals í Bestu deild karla varð af dýrmætum stigum er liðið gerði jafntefli við ÍA uppi á Skaga í gær.
Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum og hirti þar með markametið í efstu deild af Tryggva Guðmundssyni.
Skagamenn minnkuðu muninn er Bjarni Mark Antonsson gerði sjálfsmark og jöfnuðu svo í blálokin með afar skrautlegu marki.
Þá fór boltinn af Ómari Birni Stefánssyni og í markið. Leit Frederik Schram í marki Vals ekki nógu vel út í markinu.
Þetta furðumark má sjá hér að neðan.