Benjamin Sesko hefur samið við Manchester United um eigin kjör og fimm ára samning. Fabrizio Romano segir frá þessu í kjölfar þess að greint var frá því að United virtist vera að vinna kapphlaupið við Newcastle um framherjann.
The Athletic sagði frá því í morgun að RB Leipzig hafi samþykkt 74 milljóna punda tilboð Newcastle í framherjann. Hann vill þó ganga í raðir United frekar.
Tilboð United var aðeins lægra en félögin eru á fullu í viðræðum um að klára dæmið. Telur United sig hafa tekið gott forskot í baráttunni um Sesko.
Nú virðist sem svo að Sesko hafi þegar samið við United sjálfur og er því aðeins beðið eftir því að félagið nái samkomulagi við Leipzig um kaupverð.
🚨💣 Benjamin Šeško has reached total agreement with Manchester United on personal terms. Contract until June 2030.
Šeško wants to join United, clear feeling revealed yesterday here. Never gave similar indication to other clubs.
🔛 Club to club talks with RB Leipzig continue. pic.twitter.com/Sy2WjzV6Hl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2025