Kiernan Dewsbury-Hall var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður Everton, en hann kemur frá Chelsea.
Miðjumaðurinn var keyptur frá Leicester til Chelsea fyrir ári síðan á 30 milljónir punda en var hann í aukahlutverki á Stamford Bridge og fer nú til Everton til að komast í stærra hlutverk.
Everton greiðir 25 milljónir punda fyrir Dewsbury-Hall en sú upphæð gæti hækkað upp í tæplega 30 milljónir síðar meir. Kappinn skrifar undir samning til fimm ára.
We have completed the transfer of Kiernan Dewsbury-Hall from Chelsea for an undisclosed fee.
Welcome to Everton, Kiernan! ✍️ pic.twitter.com/oY7w1V4qKZ
— Everton (@Everton) August 6, 2025