Everton hefur opnað samtalið við Manchester City um Jack Grealish.
Grealish er ekki lengur inni í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, en hann hefur átt misjöfnu gengi að fagna síðan hann var keyptur frá Aston Villa á 100 milljónir punda 2021.
Hjá Everton fengi Grealish stærra hlutverk, en félagið vill fá hann á láni.
Viðræðurnar eru þó alls ekki langt á veg komnar og skiptin yrðu flókin, ef marka má fréttir.
🚨 Everton open talks with Manchester City over potential move to sign Jack Grealish. #EFC approach for 29yo #MCFC winger based on season-long loan. Complicated deal, not guaranteed to materialise but discussions happening over England int’l @TheAthleticFC https://t.co/ezUxckrw3T
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 6, 2025