Marc Cucurella er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Chelsea í kjölfar áhuga frá Sádi-Arabíu.
Bakvörðurinn hefur verið hjá Chelsea í þrjú ár og á hann þrjú ár eftir af samningi sínum. Hann mun hins vegar skrifa undir nýjan og betri samning á næstunni.
Cucurella hefur staðið sig vel frá því hann kom til Chelsea frá Brighton og er Spánverjinn lykilmaður.
Al-Nassr vildi freista hans með háum fjárhæðum en kappinn er sáttur í London og verður áfram hjá Chelsea.
🚨🔵 As exclusively revealed, Chelsea will offer new deal to Marc Cucurella as talks will advance soon.
Cucurella, happy at Chelsea and club very happy with Marc. He’s staying despite links with Al Nassr. pic.twitter.com/HntW0PYHoQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2025