Jeferson Merli 27 ára gamall markvörður Caldelas í portúgölsku neðri deildunum, drukknaði í Homem-ánni um síðastliðna helgi.
Merli hafði farið að synda með kærustu sinni, sem missti sjónar á honum um klukkan 18. Hann fannst látinn um þremur og hálfri klukkustund síðar.
Caldelas sendi frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar þessa afar sorglega atburðar. Merli var sagður hafa haft jákvæð áhrif á alla í kringum sig og að hann hafi verið frábær íþróttamaður.
Merli var brasilískur og hóf ferilinn í heimalandinu. Þá spilaði hann á Spáni, sem og í Portúgal.