Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir Gwangju, sem spilar í efstu deild Suður-Kóreu.
Framherjinn 32 ára gamli kemur frá þýska B-deildarliðinu Munster. Hefur hann verið nokkur ár í Þýskalandi því hann var hjá Holstein Kiel þar áður.
Hólmbert verður fyrsti íslenski leikmaðurinn til að spila í Suður-Kóreu, en Gwangju er um miðja deild.
Hólmbert á að baki feril með liðum eins og Bröndby, Brescia og Celtic í atvinnumennsku. Hann hefur leikið með Stjörnunni, KR, Fram og HK á Íslandi.
Þá á Hólmbert að baki sex A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.