Margir ráku upp stór augu er Ipswich tilkynnti treyjunúmer leikmanna fyrir komandi leiktíð.
Ipswich spilar í ensku B-deildinni á komandi leiktíð eftir fall úr úrvalsdeildinni í vor. Í gær opinberaði liðið treyjunúmerin fyrir átökin.
Þar vekur athygli að tónlistarmaðurinn og stórstjarnan Ed Sheeran er skráður númer 17.
Sheeran er gríðarlegur aðdáandi Ipswich og á hann hlut í liðinu. Þetta má sjá hér að neðan.
Squad numbers locked in for 25/26. 🔢🔒 pic.twitter.com/LbhYGlCW3j
— Ipswich Town (@IpswichTown) August 5, 2025