Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, virðist á leið til RB Leipzig í Þýskalandi ef marka má helstu miðla.
Elliott, sem er 22 ára gamall, vill fá meiri spiltíma og mun hann að öllum líkindum fylla skarð Xavi Simons hjá Leipzig, en sá er á leið til Chelsea.
Liverpool er til í að selja Elliott og standa viðræður nú yfir milli leikmannsins og þýska félagsins.
Elliott gekk í raðir Liverpool árið 2019, 16 ára gamall. Skömmu síðar varð hann yngsti leikmaðurinn til að byrja leik fyrir félagið.
Það er útlit fyrir að Liverpool sé að selja fleiri leikmenn, en félagið hefur samþykkt tilboð Al-Hilal í Darwin Nunez.