Manchester City hefur náð samkomulagi við varnarmanninn Ruben Dias um framlengingu á hans samningi.
Þetta kemur fram í Athletic en Dias er einn allra mikilvægasti leikmaður City og spilar í miðverði.
Hann kom til Englands árið 2020 frá Benfica og hefur síðan þá leikið 222 leiki og skorað í þeim fjögur mörk.
Samningur Dias rennur út 2027 en talið er að hann muni framlengja til ársins 2029.
Dias er 28 ára gamall portúgalskur landsliðsmaður og spilaði 44 leiki fyrir City á síðustu leiktíð.