Stuttgart er á eftir Fabio Vieira, leikmanni Arsenal, samkvæmt The Athletic.
Vieira, sem er 25 ára gamall, sér ekki fram á að spila stóra rullu í liði Mikel Arteta hjá Arsenal næsta vetur og gæti hann því farið. Þýskaland er greinilega mögulegur áfangastaður.
Sóknarmiðjumaðurinn var á láni hjá sínu gamla félagi, Porto, á síðustu leiktíð en Stuttgart hefur áhuga á að kaupa leikmanninn til sín alfarið. Þó hefur ekkert tilboð borist enn.
Vieira gekk í raðir Arsenal árið 2022. Hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp tíu í 49 leikjum fyrir félagið.
Stuttgart hafnaði í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en varð bikarmeistari. Liðið leikur þar af leiðandi í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
🚨 EXCL: Stuttgart pursuing deal to sign Fabio Vieira from Arsenal. 25yo attacking midfielder spent last season on loan at Porto; #VfB approach relates to permanent move. No agreement yet but talks with #AFC continue for Portuguese playmaker @TheAthleticFC https://t.co/J64lepjw6G
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 4, 2025