Rodrygo, leikmaður Real Madrid, hefur mikinn áhuga á að ganga í raðir Liverpool samkvæmt ESPN.
Brasilíski kantmaðurinn er ekki fastamaður í liðinu í spænsku höfuðborginni og er opinn fyrir því að skipta um lið.
Rodrygo vill þó velja vel og helst fara til Liverpool. Það er þó alls ekki víst að félagið hafi efni á honum þar sem það er að reyna að gera Alexander Isak að dýrasta leikmanni í sögu sinni.
Arsenal hefur einnig verið nefnt í samhengi við framtíð Rodrygo og Tottenham einnig. Hann vill þó sjá hvort möguleiki sé til staðar á að fara til Liverpool áður en hann tekur ákvörðun um annað.