Leikkonan vinsæla Sydney Sweeney hefur fengið þó nokkur skilaboð frá þekktum mönnum og þar á meðal leikmönnum í ensku úrvalseildinni í kjölfar frétta um sambandsslit hennar og Jonathan Davino fyrr á árinu.
Heimildamaður breska götublaðsins The Sun heldur þessu fram og að leikmenn liða eins og Arsenal, Liverpool og Manchester United hafi boðið Sydney að fljúga henni til sín og fara á stefnumót. Hún hefur þó ekki þegið slíkt boð ennþá og hyggst ekki gera það samkvæmt heimildamanninum.
Sweeney er sögð hafa farið á nokkur stefnumót í Bandaríkjunum frá sambandsslitum hennar og Davino. Þau höfðu verið saman frá 2018 og trúlofuð frá 2022.
Sweeney hefur gert garðinn frægan í þáttum eins og Euphoria, The White Lotus og The Handmaid’s Tale.