Það er spænska blaðið Marca sem heldur þessu fram, en Greenwood er nokkuð eftirsóttur eftir flott fyrsta tímabil með Marseille í Frakklandi.
Félög á Spáni og Ítalíu hafa sýnt Englendingnum unga áhuga en Ronaldo vill sjá yfirmenn sína hjá Al-Nassr reyna við hann.
Ronaldo hefur þegar fengið liðsfélaga sinn úr portúgalska landsliðinu, Joao Felix, til liðs við sig í Sádí í sumar en vill fleiri góða leikmenn til að vinna loks titil með Al-Nassr.