Manchester United hefur lagt fram tilboð í Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig. Frá þessu greindu helstu miðlar fyrir skömmu.
Leikmaðurinn hefur verið orðaður við United undanfarið en þetta er fyrsta tilboðið sem berst þaðan. Hlóðar það upp á um 65 milljónir punda með möguleika á að hækka upp í næstum 75 milljónir punda.
Meira
Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?
Newcastle hefur þegar lagt fram tvö tilboð í leikmanninn. Því fyrra upp á 65 milljónir punda með mögulegri hækkun í næstum 70 milljónir punda var hafnað. Það síðara hljóðaði upp á að minnsta kosti 70 milljónir punda með mögulegri hækkun í næstum 80 milljónir punda.
United telur Sesko heldur vilja koma til sín en að fara til Newcastle og að það geti hjálpað félaginu í viðræðunum við Leipzig.