fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Klár í að fara til United ef þeim mistekst að landa Sesko

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United gæti snúið sér að Ollie Watkins ef félaginu tekst ekki að landa Benjamin Sesko, og er sóknarmaðurinn opinn fyrir skiptum á Old Trafford.

The Sun segir frá þessu, en Sesko er sterklega orðaður við bæði United og Newcastle. Síðarnefnda félagið bauð þó 78 milljónir punda í Slóvenann í gær og finnst félagi hans, RB Leipzig, meira heillandi að gera viðskipti við Newcastle en United.

Fari svo að Sesko endi hjá Newcastle er Watkins klár í að fara á Old Trafford, en hann er til í nýja áskorun eftir nokkur góð ár hjá Aston Villa.

Villa gæti þá þurft að selja til að halda sig innan ramma fjárhagsreglna. Félagið vildi heldur selja menn eins og Jacob Ramsey og Leon Bailey, en ekkert almennilegt tilboð hefur borist í þá enn.

Talið er að Watkins myndi kosta United á bilinu 40 til 50 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Greina frá andláti í kjölfar skelfilegs bílslyss

Greina frá andláti í kjölfar skelfilegs bílslyss
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Í gær

Harðneitar að fara frá Manchester United í sumar

Harðneitar að fara frá Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Saint-Maximin að taka mjög óvænt skref 28 ára gamall

Saint-Maximin að taka mjög óvænt skref 28 ára gamall