Íslensku liðin sem eftir eru í Evrópukeppni, Breiðablik og Víkingur, koma inn í leiki vikunnar sem ólíklegri aðilinn.
Blikar heimsækja Zrinski Mostar í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag.
Liðin mættust á sama stigi keppninnar fyrir þremur árum og hafði Zrinski betur. Blikar fóru niður í umspil Sambandsdeildarinnar og fóru í riðlakeppnina þar.
Veðbankar telja að Zrinski sé mun líklegra til sigurs á fimmtudag og á Lengjunni er stuðull á sigur bosníska liðsins 1,48. Hann er 4,77 á Breiðablik.
Víkingur tekur á móti danska stórliðinu Bröndby í fyrri leik liðanna í 3. umferð Sambandsdeildarinnar.
Gestirnir eru mun sigurstranglegri og stuðullinn á sigur þeirra 1,62. Hann er 4,17 á sigur íslenska liðsins.