Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá þessu, en Porto hafði áhuga áð fá Pólverjann. Sömdu þeir við landa hans Jan Bednarek í staðinn.
Sagt er að Arsenal hafi viljað 26 milljónir punda, en Mikel Arteta stjóri liðsins vill helst ekki missa Kiwior frá sér.
Kiwior sjálfur er þó sagður opinn fyrir því að fara annað til að vera fastamaður í byrjunarliðinu. Hefur hann verið orðaður við endurkomu til Ítalíu undanfarna daga.