Darwin Nunez virðist færast nær því að ganga í raðir sádiarabíska félagsins Al-Hilal ef marka má helstu miðla.
Al-Hilal, sem er með betri liðum í Sádí, hefur sett þennan sóknarmann Liverpool efstan á óskalista sinn fyrir sumarið, en áður höfðu stærri nöfn eins og Alexander Isak verið orðuð við félagið.
Al-Hilal sér Nunez nú sem raunhæfan kost og Simone Inzaghi, stjóri liðsins, vill fá hann til sín.
Þá er Úrúgvæinn opinn fyrir því að skipta eftir þrjú erfið ár hjá Liverpool. Hefur hann einnig verið orðaður við AC Milan.
Ljóst er að hlutverk Nunez á Anfield færi minnkandi ef hann yrði áfram. Hugo Ekitike hefur þegar samið við Liverpool í sumar og er Alexander Isak sterklega orðaður við félagið.