Skúli Guðmundsson lét drauminn rætast í júlí þegar hann flaug til borgarinnar Quezon á Filippseyjum og fékk sér draumaflúrið, ermi tileinkaða Manchester United.
„Ég hef haldið upp á United frá unga aldri, eða frá því ég var sirka átta ára“, segir Skúli.
En af hverju að ferðast yfir hnöttinn til að láta flúra sig?
„Ég valdi þennan gaur af því ég sá hann á Instagram fyrir 2-3 árum þegar hann gerði gjörsamlega sturlað flúr af hljómsveitinni Tenacious D. Og þá hugsaði ég þarna er kominn maðurinn sem getur framkvæmt það sem er í hausnum á mér.“
View this post on Instagram
Flúrarinn heitir Draz Palaming og er margverðlaunaður fyrir flúr sín eins og sjá má af myndbandinu sem Skúli tók af verðlaunagripum Palaming.
„Ermin er vinstri hendin. Þetta tók sex daga í allt, við tókum fyrst þrjá daga, svo hvíldi ég í fimm daga og svo tókum við aftur þrjá daga. Þetta voru 8 til 10 klukkutímar hvern dag. Þriðji dagurinn í fyrra hollinu var erfiður, og síðustu tveir voru gjörsamlega sturlað sárt.“
Aðspurður um hvort Skúli sé með fleiri flúr plönuð svarar hann neitandi:
„Nei þetta var draumurinn, en það er samt pláss á lærinu og nóg til af uppáhalds leikmönnum síðustu 45 ár til að fylla út í það, svo það er aldrei að vita.“
Skúla og Palaming varð vel til vina og tók Palaming stutt viðtal við Skúla og birti á samfélagsmiðlum sínum.
„Ég var að selja honum hugmyndina að koma til Íslands og sérstaklega á Reykjavik Tattoo Convention og hann er sjúklega til í það, langar að koma til landsins að flúra og skoða land og þjóð.“
Í myndbandinu segir Skúli frá af hverju hann valdi Palaming og hvernig hann vildi sjá flúrið sem nú er orðið að veruleika:
„Ég var að skrolla á Instagram fyrir tveimur eða þremur árum. Ég fann síðuna og flúrið af Tenacious D. Ég var heillaður af litunum og smáatriðunum. Hér er ég tveimur og hálfu ári seinna. Mér er sama hvað það tekur langan tíma, þú ert að fara að flúra handlegginn á mér, hugmyndina sem hefur verið í hausnum á mér í 30 ár.
Ég hef elskað liðið síðan ég var lítill krakki. Ég byrjaði að hugsa um þetta flúr fyrir löngu, en tæknin og litirnir voru ekki tilbúnir, svo ég hef beðið og beðið. Síðan sá ég þig og það var ekki aftur snúið. Ég vildi fara í söguna, Sir Matt Busby, var fyrsti stjórnandinn í Englandi að vinna Evrópsku meistaradeildina. Síðan er Munich flugslysið, þar sem 80-90% leikmanna liðsins lést. 1-2 lifðu af og Busby byggði liðið afgtur upp með ungum leikmönnum á áratug.
1986 fáum við Sir Alex Ferguson, hann byggði á ungum leikmönnum. Hann réði þjálfara fyrir yngri deildirnar og hér erum við með bekkinn frá 1992, sex leikmenn sem spiluðu í 8-13 ár. Við erum með goðið Cantona og Roy Keane. Hann er nesti fyrirliðinn sem þú hefur séð í fótbolta, þeir léku betur undir hans stjórn.
Fagmennskan hér hjá þér er einstök og á hærra stigi. Ég hef heimsótt húðflúrstofur víða um heim og þið hækkið standarinn fyrir alla aðra.“
Hér má sjá nokkrar myndir frá ferlinu: