Aaron Moffett, fyrrum norðurírskur knattspyrnumaður, er látinn af sárum sínum aðeins 38 ára gamall eftir að hafa lent í bílslysi.
Moffett er goðsögn hjá neðri deildarfélagi Dollingstown og var hann fyrirliði liðsins í 13 ár. Eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2021 fór hann í starf á bak við tjöldin hjá félaginu.
„Það er með sorg í hjarta sem við greinum frá andláti Aaron Moffett. Moff var herra Dollingston, elskaður og dáður af öllum hjá hvaða félagi sem er,“ segir í yfirlýsingu Dollingstown.
„Hann var algjör herramaður og við munum aldrei gleyma honum. Þið skuluð biðja fyrir fjölskyldu hans. Hvíldu í friði fyrirliði.“
Kveðjum hefur eðlilega rignt inn frá knattspyrnusamfélaginu á Norður-Írlandi og víðar.