Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta svissneska liðinu Servette eða hollenska liðinu Utrecht ef liðið sigrar bosníska liðið Zrinjski Mostar í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.
Dregið var í dag og varð einnig ljóst að tapi Blikar einvíginu munu þeir mæta Milsami frá Moldóvu eða Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar, sem er keppnin fyrir neðan Evrópudeildina.
Víkingur mætir þá afar sterku liði Strasbourg frá Frakklandi í umspili Sambandsdeildarinnar, komist liðið í gegnum annað strembið einvígi, gegn danska stórliðinu Bröndby.