Alexander Isak verður leikmaður Liverpool fyrir gluggalok á morgun en þetta staðfestir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Isak hefur reynt að komast til Liverpool í allt sumar og hefur ekkert spilað með Newcastle á tímabilinu hingað til.
Isak hefur æft einn og virtist hafa lítinn sem engan áhuga á að virða þann samning sem hann gerði við Newcastle.
Isak verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool borgar um 130 milljónir punda fyrir hans þjónustu.
Newcastle er búið að finna eftirmann Isak í Nick Woltemade sem var keyptur til félagsins frá Stuttgart á dögunum.