Rayan Cherki verður frá í tvo mánuði vegna meiðsla en þetta var staðfest í kvöld.
Cherki kom til Manchester City í sumar frá Lyon og skoraði mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir félagið.
Cherki spilaði svo 54. mínútur gegn Tottenham í 0-2 tapi í síðustu umferð en var ekki í hóp gegn Brighton í dag.
Sóknarmaðurinn sá sína menn tapa 2-1 gegn Brighton sem var annað tap City í röð.
Pep Guardiola, stjóri City, staðfesti meiðslin eftir leikinn í dag en útlit er fyrir að Cherki snúi þá aftur í nóvember.