Emiliano Martinez er eins og einhverjir vita ekki í leikmannahópi Aston Villa í kvöld gegn Crystal Palace.
Martinez byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður Villa en hann hefur áhuga á því að komast annað í sumar.
Martinez vill semja við Manchester United fyrir gluggalok en hann lokar á morgun.
Fabrizio Romano segir að Martinez vilji komast til United en hann er talinn einn öflugasti markvörður heims.
Marco Bizot er því í marki Villa í kvöld en hann stóð sig vel í leik geng Newcastle þann 16. ágúst.