fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“

433
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, er allt annað en sáttur við gestrisni Stjörnunnar, öllu heldur skort á henni, fyrir heimaleiki sína. Liðin mættust í Garðabæ í Bestu deild karla í dag.

Stjarnan vann 3-2 sigur en eftir leik gagnrýndi Hallgrímur það hvernig Stjörnumenn taka á móti gestaliðum og að þeir skili leikskýrslum seint.

„Mig langar samt að benda á að mér finnst það til skammar hvernig Stjarnan tekur á móti liðum hér á Samsung-vellinum. Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik.

Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda mind games sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur til að mynda við Vísi/Sýn.

KA er í níunda sæti deildarinnar með 26 stig, 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Stjarnan er með 37 stig og komið inn í toppbaráttuna af krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fenerbahce reynir við Ederson

Fenerbahce reynir við Ederson
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er þetta besta þrenna sögunnar? – Tvær bakfallspyrnur og eitt stórkostlegt skot

Er þetta besta þrenna sögunnar? – Tvær bakfallspyrnur og eitt stórkostlegt skot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilbúnir að selja til Liverpool en vilja leikmann í skiptum

Tilbúnir að selja til Liverpool en vilja leikmann í skiptum
433Sport
Í gær

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“
433Sport
Í gær

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030