Liverpool 1 – 0 Arsenal
1-0 Dominik Szoboszlai(’83)
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en spilað var á Anfield.
Liverpool tók á móti Arsenal í þessari viðureign en henni lauk með 1-0 sigri heimaliðsins.
Það var mjög lítið um færi í leiknum en eina markið var skorað seint í seinni hálfleik af Dominik Szoboszlai.
Szoboszlai skoraði beint úr aukaspyrnu af löngu færi og tryggði Liverpool þar með dýrmæt þrjú stig.
Þetta var fyrsta tap Arsenal á tímabilinu og er Liverpool komið á toppinn með fullt hús stiga.