Aston Villa 0 – 3 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta(’21, víti)
0-2 Marc Guehi(’68)
0-3 Ismaila Sarr(’78)
Það var boðið upp á ansi óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en spilað var á Villa Park.
Crystal Palace kom í heimsókn og rúllaði yfir heimamenn sem áttu afskaplega dapran dag á flestum vígstöðum.
Palace vann leikinn með þremur mörkum gegn engu og er enn taplaust eftir fyrstu þrjár umferðirnar og situr í áttunda sæti.
Það hefur þó ekkert gengið hjá Villa sem er í næst neðsta sætinu með eitt stig og hefur enn ekki skorað mark í þeim leikjum.