Valur missteig sig hressilega í toppbaráttunni í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Fram í 21. umferð sumarsins.
Valur komst yfir í þessum leik með marki frá Aroni Jóhannssyni og leiddi leikinn 1-0 eftir fyrri hálfleik.
Simon Tibbling tryggði Fram hins vegar sigur í leiknum en hann skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og lokatölur 2-1.
Seinna mark Tibbling var af vítapunktinum en það mark var skorað á 91. mínútu. Valur er enn með 40 stig á toppnum en er stigi á eftir Víkingum sem léku við Breiðablik á sama tíma.
Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli og er Breiðablik sjö stigum frá toppsætinu en á þó leik til góða.
Blikar voru manni færri frá 52. mínútu eftir rauða spjald Viktors Karls Einarssonar en náðu að krækja í ansi gott stig í fjörugum leik.
Víkingur R. 2 – 2 Breiðablik
0-1 Tobias Thomsen
1-1 Óskar Borgþórsson
2-1 Valdimar Þór Ingimundarsson
2-2 Arnór Gauti Jónsson
Fram 2 – 1 Valur
0-1 Aron Jóhannsson
1-1 Simon Tibbling
2-1 Simon Tibbling(víti)