Stjarnan 3 – 2 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(víti)
0-2 Birnir Snær Ingason
1-2 Benedikt V. Warén
2-2 Andri Rúnar Bjarnason(víti)
3-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason
Stjarnan vann ótrúlegan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti KA á heimavelli sínum í Garðabæ.
Stjarnan lenti 0-2 undir gegn KA á Samsung vellinum en tókst að snúa einvíginu sér í vil og vann að lokum 3-2 sigur.
Benedikt V. Warén lagaði stöðuna fyrir Stjörnuna á 74. mínútu og stuttu seinna jafnaði Andri Rúnar Bjarnason metin úr vítaspyrnu.
Það var svo Guðmundur Baldvin Nökkvason sem tryggði sigurinn á 98. mínútu leiksins en markið kom eftir hornspyrnu.
Sigurinn gerir gríðarlega mikið fyrir Stjörnuna sem er nú þremur stigum frá toppliði Vals sem á þó leik til góða.