fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. ágúst 2025 09:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jon Dahl Tomasson hefur tjáð sig um stöðu Alexander Isak sem er leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Tomasson er landsliðsþjálfari Svía í dag en hann getur ekki treyst á leikmanninn eins og oft áður í komandi verkefnum landsliðsins.

Ástæðan er að Isak hefur ekki spilað fótbolta í margar vikur en hann er að reyna allt til að komast til Liverpool fyrir mánudag.

Tomasson viðurkennir að Isak geti ekki spilað heilan leik fyrir sænska landsliðið í næstu leikjum en hefur þó fulla trú á framherjanum sem er vissulega að ganga í gegnum erfiða tíma á sínum ferli.

,,Getur hann spilað 90 mínútur? Auðvitað ekki, alls ekki. Alex er atvinnumaður með sterkan karakter og hann leggur sig fram,“ sagði Tomasson.

,,Hann er leikmaður sem getur breytt leikjum og ég hef rætt við hann nokkrum sinnum, andlega þá er hann á góðum stað. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því sem er í gangi.“

,,Hann er nógu klár og klárari en ég held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frá Liverpool til Ítalíu

Frá Liverpool til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið
433Sport
Í gær

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Í gær

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Í gær

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Í gær

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu