Spænska goðsögnin Raul Albiol er á leið til Ítalíu í annað sinn og gerir samning við Pisa sem spilar í efstu deild.
Þetta kemur fram í helstu miðlum á Ítalíu en Albiol er 39 ára gamall og er nafn sem margir ættu að kannast við.
Albiol lék með liðum eins og Valencia, Real Madrid, Napoli og Villarreal og á einnig að baki 58 landsleiki fyrir Spán.
Miðvörðurinn er í dag 39 ára gamall en hann ákvað að leggja skóna ekki á hilluna og mun reyna fyrir sér á Ítalíu í annað sinn.
Albiol hefur spilað tæplega 800 félagsleiki á sínum ferli og skorað í þeim 23 mörk.