Christopher Nkunku hefur yfirgefið Chelsea og gerir samning við ítalska félagið AC Milan.
Þetta staðfesti ítalska félagið í dag en Nkunku gerir fimm ára samning og kostar 35 milljónir punda.
Það var búist við miklu af Nkunku sem kom til Chelsea 2023 en hann stóðst ekki væntingar hjá félaginu.
Ljóst var að Frakkinn ætti ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu og hefur verið til sölu í allt sumar.
Hann skoraði aðeins 18 mörk í 62 leikjum fyrir Chelsea og var einnig mikið meiddur.