Nicolas Jackson er ekki á leiðinni til Bayern Munchen og mun spila með Chelsea á þessu tímabili.
Þetta kemur fram í frétt blaðamannsins Ben Jacobs en Jackson er um þessar mundir staddur í Þýskalandi.
Hann var hársbreidd frá því að gera samning við Bayern en hann átti að gera lánssamning út tímabilið.
Liam Delap meiddist hins vegar gegn Fulham í dag og er ljóst að hann verður frá í allt að átta vikur.
Í stað þess að fá inn nýjan framherja þá mun Jackson berjast fyrir sæti sínu á Stamford Bridge.