fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Hefur þénað um 17 milljarða fyrir það eina að vera rekinn úr starfi

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. ágúst 2025 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá er búið að reka Jose Mourinho í enn eitt skiptið en í þetta sinn var það hjá tyrknenska félaginu Fenerbahce.

Mourinho var rekinn eftir tap gegn Benfica í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir stutt stopp í Tyrklandi.

Mourinho kom til Fenerbahce í fyrra en eftir slæmt gengi undanfarið hefur hann nú fengið sparkið.

Portúgalinn mun fá um 13 milljónir punda í sinn vasa en Fenerbahce þarf að borga upp samning þjálfarans.

Þetta þýðir að Mourinho er nú búinn að þéna um 17 milljarða króna á sínum ferli aðeins fyrir það að vera rekinn.

Mourinho hefur margoft fengið samninga sína borgaða upp en hann var rekinn frá stórliðum eins og Chelsea, Real Madrid, Manchester United og Tottenham svo eitthvað sé nefnt.

Mourinho nálgast 100 milljónir punda í þessum greiðslum en Chelsea þurfti á sínum tíma að borga 26 milljónir punda beint í hans vasa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa trú á því að Amorim segi af sér

Hafa trú á því að Amorim segi af sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega