Einhverjir leikmenn Manchester United hafa trú á því að Ruben Amorim muni segja af sér ef gengi liðsins mun ekki batna í næstu leikjum.
Þetta kemur fram í frétt Guardian en Amorim er undir ansi mikilli pressu á Old Trafford þessa stundina.
Portúgalinn tók við United í nóvember í fyrra og hefur alls ekki náð í góð úrslit ogh til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði liðið gegn Grimsby í deildabikarnum í vikunni.
Margir leikmenn United eru sagðir vera ósáttir með Amorim og bendir margt til þess að hann muni ekki endast lengi í starfi.
Amorim mun mögulega sjálfur stíga til hliðar og segja starfi sínu lausu en hann mun líklega þjálfa liðið í næsta leik eftir landsleikjahlé.