Kostas Tsimikas er á leið frá Liverpool til Roma og ættu skiptin að ganga í gegn á næstunni.
Um lánssamning er að ræða og mun Roma sjá um launapakka hans hjá Liverpool á þessari leiktíð.
Tsimikas er 29 ára gamall og hefur hann verið hjá Liverpool í fimm ár. Hann er hins vegar ekki inni í myndinni hjá Arne Slot á Anfield.
Aðeins er verið að ganga frá smáatriðum áður en hægt verður að kynna Grikkjann í ítölsku höfuðborginni.
🚨🟡🔴 Kostas Tsimikas to AS Roma, deal almost agreed on straight loan with salary covered. Final details being sorted.
Here we go, soon. 🔜🇬🇷 pic.twitter.com/5NOZNK3syR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025