Chelsea 2 – 0 Fulham
1-0 Joao Pedro(’45)
2-0 Enzo Fernandez(’56, víti)
Chelsea vann sigur á Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en það var nóg um að vera í viðureigninni.
Fulham virtist hafa komist yfir í leiknum er Josh King kom boltanum í netið í fyrri hálfleik eftir fína sókn.
Rodrigo Muniz var hins vegar dæmdur brotlegur áður en markið var skorað en eftir svokallaðan ‘Zidane snúning’ steig hann á Trevoh Chalobah, leikmann Chelsea, og markið dæmt af.
Átta mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn og skoraði Chelsea úr hornspyrnu undir lokin til að komast yfir en Joao Pedro gerði það.
Chelsea fékk svo vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik vegna hendi innan teigs en sá dómur var einnig umdeildur þar sem Pedro hafði fengið boltann í hendina stuttu áður.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 2-0 á Stamford Bridge.