Alejandro Garnacho er orðinn leikmaður Chelsea en enska félagið staðfesti kaupin nú í kvöld.
Garnacho kostar Chelsea um 40 milljónir punda og fær United einnig tíu prósent af næstu sölu leikmannsins.
Garnacho er 21 árs gamall en hann hefur allan sinn atvinnumannaferil spilað með United.
Hann kom upphaflega til Englands árið 2015 frá Atletico Madrid og lék tæplega 100 deildarleiki fyrir United.
Hann gerir sjö ára samning við Chelsea eða til ársins 2032.