Stuðningsmenn Chelsea á Englandi eru allt annað en sáttir með vinnubrögð félagsins í sumarglugganum þetta árið.
Chelsea reyndi við miðjumanninn Xavi Simons lengi vel en Hollendingurinn spilar með RB Leipzig og er á leið til Tottenham.
Simons mun spila með Tottenham á tímabilinu en Chelsea mistókst að ná samkomulagi við þýska félagið sem varð til þess að Tottenham blandaði sér í baráttuna.
Chelsea ákvað frekar að einbeita sér að Alejandro Garnacho sem kemur til félagsins frá Manchester United og er vængmaður.
Chelsea þurfti mun frekar á styrkingu að halda á miðsvæðinu frekar en á vængnum sem gerði marga bálreiða og létu þeir í sér heyra á Twitter eða X.
,,Þvílíka trúðafélagið. Margar vikur og hann endar í Tottenham? Aumingjar,“ skrifar einn sem dæmi.
,,Að taka Garnacho yfir Simons er í raun ógeðsleg,“ segir annar notandi og sá þriðji bætir við: ,,Þið vitið ekki neitt, þið eruð á villigötum í öllu því sem þið gerið. Út með ykkur alla sem einn.“
Mun fleiri höfðu sitt að segja á Twitter en ljóst er að stuðningsmenn enska stórliðsins eru langt frá því að vera sáttir.