fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. ágúst 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Chelsea á Englandi eru allt annað en sáttir með vinnubrögð félagsins í sumarglugganum þetta árið.

Chelsea reyndi við miðjumanninn Xavi Simons lengi vel en Hollendingurinn spilar með RB Leipzig og er á leið til Tottenham.

Simons mun spila með Tottenham á tímabilinu en Chelsea mistókst að ná samkomulagi við þýska félagið sem varð til þess að Tottenham blandaði sér í baráttuna.

Chelsea ákvað frekar að einbeita sér að Alejandro Garnacho sem kemur til félagsins frá Manchester United og er vængmaður.

Chelsea þurfti mun frekar á styrkingu að halda á miðsvæðinu frekar en á vængnum sem gerði marga bálreiða og létu þeir í sér heyra á Twitter eða X.

,,Þvílíka trúðafélagið. Margar vikur og hann endar í Tottenham? Aumingjar,“ skrifar einn sem dæmi.

,,Að taka Garnacho yfir Simons er í raun ógeðsleg,“ segir annar notandi og sá þriðji bætir við: ,,Þið vitið ekki neitt, þið eruð á villigötum í öllu því sem þið gerið. Út með ykkur alla sem einn.“

Mun fleiri höfðu sitt að segja á Twitter en ljóst er að stuðningsmenn enska stórliðsins eru langt frá því að vera sáttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frá Liverpool til Ítalíu

Frá Liverpool til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið
433Sport
Í gær

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Í gær

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Í gær

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Í gær

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu