Rasmus Hojlund er á leið til Napoli en hann kemur til félagsins frá Manchester United.
Fabrizio Romano staðfestir að munnlegt samkomulag sé í höfn og borgar Napoli sex milljónir evra fyrir þetta tímabil.
Ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt í samningnum þá þarf Napoli að kaupa danska landsliðsmanninn fyrir 44 milljónir evra.
Hojlund þekkir aðeins til ÍTalíu en hann lék með Atalanta þar í landi áður en hann hélt til Englands.
Romano segir að Hojlund muni gangast undir læknisskoðun á næstu 24 tímum.